Um okkur

​Við sem stöndum að þessari síðu erum sex barna foreldrar og læknar með brennandi áhuga á mataræði og heilsu. Okkar marmkið er að koma nýjustu þekkingu um mataræði og aðra lífsstílsþætti til allra.  

Síðastliðin 30 ár hefur mataræði vestrænna þjóða breyst gríðarlega. Kenning um að kólesteról og mettuð fita í mataræði væri skaðleg heilsu, sérstaklega hjarta- og æðasjúkdóma, náði fótfestu þrátt fyrir að hafa aldrei verið sönnuð. Sökum þessa hefur fitan verið tekin úr mataræðinu og fyllt í þá holu með sykri og unnum kolvetnum. 

Mikilvægast er ef til vill að koma á framfæri strax að búið er að afsanna tvær mýtur næringarfræðinnar: 

1) Kaloría er ekki sama og kaloría.
2) Fita í alvöru mat er ekki fitandi. 

Það skiptir höfuðmáli hvað gerist í líkamanum við neyslu mismunandi næringarefna og því hafa fyrri skýringar ekki gagnast í baráttu við langvinna sjúkdóma (t.d. hjarta/æðasjúkdóma, sykursýki tegund 2, háþrýsting, blóðfituröskun, offita ofl.) sem við erum nú að sjá hjá börnum á unglingsaldri. 

Við leitumst við að koma fram með upplýsingar á aðgengilegan hátt og vísum í heimildir þegar við á. Þó skal tekið fram að upplýsingar á þessari síðu koma ekki í stað viðtals og skoðun þíns læknis þar sem öll erum við mismunandi og sumt getur því ekki átt við um þig eða þína fjölskyldu. 

Hvernig getum við bætt heilsu okkar og barnanna? ... Með mat :) 

Vonandi nýtist þessi síða þér og ef þig vantar aðstoð þá er velkomið að hafa samband. 

Með kveðju, 

Kjartan & Tekla. 

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon