Sykursýki tegund 2 

ATH! Upplýsingar á þessari síðu eru ekki ætlaðar í stað einstaklingsmiðaðrar læknismeðferðar og eru eingöngu ætlaðar til upplýsinga og etv. breyta hugsunarhætti. 

Mataræðisbreyting er mjög kröftug meðferð og getur valdið blóðsykursfalli ef notuð eru sykursýkislyf sem lækka blóðsykur. Það er mikilvægt að trappa út ákveðin lyf samhliða lífsstílsbreytingu. Flókið?

Engar áhyggjur - við getum hjálpað þér að komast af stað   =>

...eða

Sykursýki tegund 2 er skilgreind sem hækkaður blóðsykur yfir ákveðin mörk. Í flestum kennslubókum er talað um langvinnan, ólæknandi sjúkdóm sem versnar með tímanum. Sjúklingar byrja með töflur og fá ráðleggingar um að borða minna og hreyfa sig meira (!). Smám saman bætist í lyfjasúpuna og skammtarnir hækka. Að lokum er gripið til insúlíns og annarra lyfja sem þarf að sprauta í vöðva. Insúlín gefið í sprautuformi er síðasta hálmstráið, því þú ert ekki að lækna undirliggjandi ástand. Nánar um hlutverk insúlins hér. Hljómar ekki vel, en sem betur fer er annað í boði.

Vissir þú að það er hægt að snúa við sykursýki tegund 2?

Skilgreiningin er sú að blóðsykur mælist innan eðlilegra marka án sykursýkislyfja í 3 mánuði.

 

Nokkrar leiðir eru færar til að snúa við sykursýki tegund 2:

  • Fasta

  • Lágkolvetnamataræði eða ketó

  • Skurðaðgerðir á heilbrigðum líffærum 

Sykursýki 2 snúið við með mataræði

Mataræði er tilfinningaþrungið orð, hverjum þykir sinn fugl fagur á vel við en ýmsir kúrar og stefnur eru við lýði. Við leggjum upp með ákveðna nálgun sem má heita því nafni sem hver vill og á að vera einstaklingsmiðuð. Að nefna mataræðið einhverju nafni er gagnlegt þegar verið er að setja upp rannsóknir til samanburðar en er algjörlega óþarfi þegar kemur að hverjum og einum. Áherslan er á alvöru mat sem hækkar ekki blóðsykurinn og þar af leiðandi ekki insúlín. 

Mikilvægt skref í lífsstílsbreytingu er að læra meira og skilja hvers vegna við erum að ráðleggja breytt mataræði. Staldraðu því við hér og renndu yfir þennan kafla um hlutverk insúlíns - þú sérð ekki eftir því.  

Fyrir þá sem eru með sykursýki 2 er það kannski borðleggjandi að mataræðið sem þeir tileinka sér eigi ekki að hækka blóðsykur. En hvaðan kemur þessi blóðsykur? 

Blóðsykur kallast sykurinn sem er tekinn upp í blóðrásina úr meltingarveginum, eða búinn til í lifrinni. En sykur er ekki eina uppspretta blóðsykurs. Kornmeti, kartöflur og hrísgrjón eru samsettar sykursameindir (sterkja) og frásogast í formi blóðsykurs eftir meltingu.

 

Svo vill til að þessar sykursameindir kallast í daglegu tali kolvetni. Til að draga úr blóðsykurshækkun er neysla kolvetna höfð í lágmarki - þaðan kemur nafnið lágkolvetnamataræði. 

​Hér fyrir neðan eru glærur sem sýna hversu mikil áhrif ýmis matvæli hafa á blóðsykur samanborið við eina teskeið af sykri (1 tsk er ca. 4g). 

Við fengum leyfi frá David Unwin, breskum heimilislækni, að birta glærurnar hans þýddar og staðfærðar. Dr Unwin hefur verið heimilislæknir í fjöldamörg og er mjög ötull talsmaður lágkolvetnameðferðar við sykursýki tegund 2. Hann hefur sýnt fram á gríðarlegan árangur í sykurstjórnun sinna skjólstæðinga þökk sé breyttu hugarfari og nálgun vandans, ásamt lágkolvetnamataræði. 

Lágkolvetnamataræði er mest rannsakaða mataræðismeðferðin við sykursýki 2 og gefur heilt yfir mjög góða raun. Næringarfræðingar víða um heim hafa farið í saumana á kolvetnaskertu mataræði og sýnt fram á í ritrýndum greinum að ekki sé hætta á vítamínskorti, ef vandað sé til verka. 

Hér fyrir neðan er stutt útgáfa af lágkolvetnanálgun sem þér er velkomið að prenta út og deila með öðrum. 

Nb. - muna að lífsstílsbreyting er kröftug meðferð, aðlaga þarf sum lyf og því best að gera í samráði við lækni/heilbrigðisstarfsmann með þekkingu. 

Matarlisti til niðurhals

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon