Rafræn ráðgjöf - þar sem þú ert

Við vinnum með Kara Connect til að tryggja örugg samskipti með fjarbúnaði.

 

Hvernig virkar rafræn ráðgjöf? 

  • Mismunandi leiðir eru í boði og velur þá sem hentar þér. 

    • Ef þú ert ekki viss, er velkomið að senda okkur tölvupóst. 

  • Þú smellir á hnappinn >Bóka viðtal< hér fyrir neðan. 

  • Hnappurinn leiðir þig á okkar svæði hjá Köru. 

  • Þar velur þú þjónustu við hæfi og lækni sem þú vilt bóka hjá. 

  • Lausir tímar birtast og þú velur þann sem þér hentar. 

Ath. til þess að bóka viðtal þarf að skrá grunnupplýsingar og staðfestingar er krafist með rafrænum skilríkjum - svo við séum nú örugglega með réttan einstakling í viðtali :) 

Einstaklingsmiðuð nálgun - þitt er valið

alhliða nálgun

Heildstæð yfirferð frá A-Ö. Hér er átt við þegar farið er á dýptina varðandi heilsufar og öllum steinum snúið við. 

Þrír viðtalstímar með viku millibili, eftirfylgd einstaklingsbundin í framhaldi. 

Verð frá:

ISK 26.700

Stakur tími

Farið er yfir heilsufarsupplýsingar og rannsóknarniðurstöður sem liggja fyrir. Ráðleggingar um lífsstílsbreytingar sem hafa mest áhrif miðað við þínar niðurstöður. 

Verð:

ISK 8.900

Vegleiðsla

Fyrir styttri erindi og eftirfylgd. Sem dæmi yfirferð og túlkun blóðprufa, ráðleggingar um forgangsröðun lífsstílsbreytinga. 

Verð:

ISK 4.900

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon