Okkar markmið er að aðstoða einstaklinga við að snúa við og fyrirbyggja þróun

lífsstílssjúkdóma

Mataræði

You Can't Outrun a Bad Diet

Við leggjum ríka áherslu á að þú sért í miðpunkti þeirrar lífsstíls-meðferðar sem verður fyrir valinu. Í grunnin eru allir einstaklingar mismunandi og því verður að nálgast meðferð með þá hugsun að leiðarljósi. Mataræðið er mjög mikilvægt og líklega sá hluti meðferðarinnar sem skilar mestum árangri, því áhrifanna gætir um allan líkama hvort sem um er að ræða of hár blóðsykur eða aðrir kvillar. Við erum ekki feimin við að nota áhrifaríkar og etv. nokkuð umdeildar leiðir til að ná árangri þegar við á, t.d. lágkolvetna-hollfitu mataræði, ketó eða tímabundnar föstur, enda komin með áralanga reynslu af slíkum nálgunum. Rannsóknir eru líflegar á þessu sviði og renna sífellt styrkari stoðum undir notkun slíkra meðferða oft í staðinn fyrir eða samhliða lyfjameðferð. Aðkoma lækna með þekkingu og reynslu af áhrifaríkum næringarmeðferðum er mikilvæg meðal annars vegna niðurtröppun lyfja til að forðast blóðsykurs- og/eða blóðþrýstingsfall. 

Svefn

Í hröðu nútímasamfélagi virðist sem svefninn sé hreinlega til trafala og allt of margir reyna að klípa af honum nokkrar mínútur eða klukkustundir, ýmist að morgni eða kvöldi. Við höfum oft heyrt því fleygt að nægur tími sé fyrir svefn eftir að maður er dauður en miðað við rannsóknir á svefni virðast líkurnar á sjúkdómum, örkumlun og snemmbærum dauða ef svefninn er skertur. En þá þarf að spyrja sig, hver er orsökin? Sumir eru komnir í óefni með svefnrútínu, vinna vaktavinnu en svo eru aðrir sem eiga mjög erfitt með að festa svefn eða vakna við minnsta rask. Við vinnum markvisst að  bættum svefngæðum. 

Streitulosun

Margt bendir til þess að sjúkleg streita sé ekki síður mikilvægur þáttur að meðhöndla en mataræði. Streita og álag geta verið af hinu góða. Að stunda íþróttir, æfingar og köld böð veldur álagi og streitu en þegar hvíldin kemur á eftir, virðist álagið af hinu góða. Skammvinn streita/álag er því ekki áhyggjuefni en það er hinsvegar langvinn streita eða sjúkleg streita. Ýmis boðefni sem hjálpa okkur að eiga við skammvinna streitu halda áfram að trufla eðlilega líkamsstarfsemi og ýtir undir þróun ýmissa kvilla (einkenni!) líkt og hár blóðþrýstingur, kviðfitusöfnun og offita. Sjálfráða taugakerfið er í aðalhlutverki þegar hingað er komið en það kerfi er skipt í tvennt: rólegheit vs æsingur. Meðvitað þurfum við að fá sjálfráða taugakerfið oftar yfir í rólegheit, með æfingum og djúpri öndun.

Hreyfing

Hreyfing er ekki sama og æfing, eða að fara í ræktina 5 sinnum í viku. Við leggjum áherslu á hreyfingu í allri sinni dýrð. Margvísleg jákvæð áhrif á heilsu (andlega sem líkamlega eru óumdeild. Mikilvægt er þó að fara ekki of harkalega af stað og miða nálgun að hverjum og einum. 

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon