Ketó mataræði

Ketó mataræði snýst um að borða nægilega lítið magn af kolvetnum

svo að líkaminn brenni 

fitu sem orkugjafa

Ketó - hvað þýðir það?

Líkaminn notar orku til að knýja áfram starfsemi í frumunum en líkt og ,,hybrid” bíll, getur líkaminn notast við tvær mismunandi tegundir orku. Ketóna og blóðsykur (glúkósi).

Ketónar myndast við niðurbrot fitu, hvort sem fitan kemur úr mataræðinu eða úr eigin varaforða (fituvef). Myndun ketóna á sér stað í lifrinni, þar sem fitusýrum er pakkað niður í þessar orkueiningar. Ketónar ferðast um blóðrásina og nærir frumur líkamans. Ástandið þegar líkaminn notar ketóna sem orkugjafa kallast ketósa eða næringarketósa.

 

Sameiginleg upplifun flestra sem notfæra sér næringarketósu er að hungurtilfinningin hverfur eða kemur fram mun hægar en áður. Ein af ástæðunum er sú að jafnvel grannir einstaklingar bera um nokkra tugi þúsunda hitaeininga á sér í formi fitu (undir húð eða kviðfitu). Líkaminn getur nýtt sér þessa orku (fitubrennsla!) þegar ,,vélin” er stillt á notkun ketóna. Einfaldasta leiðin til að notfæra sér næringarketósu er að fasta yfir 12 klst. og borða í kjölfarið næringarþéttan, kolvetnasnauðan og fituríkan málsverð til að viðhalda ástandinu (t.d. omeletta með graslauk, papriku og beikoni).

 

Ferlið tekur mislangan tíma, þeas. ferlið að koma ketónamyndun í gang, yfirleitt 2-10 dagar og fráhvörf frá kolvetnum gera vart við sig á þeim tíma, oft ranglega nefnt ,,ketóflensan". Ketónaframleiðslan fer af stað þegar sykur og sterkja hætta að koma inn í kerfið. Líkaminn fer annars beint í að brenna blóðsykrinum og slekkur á ketónmyndun. Ketónamyndun er oftast mikil í byrjun næringarketósu. Þá myndar lifrin meira af ketónum en raunveruleg orkuþörf sem þá skiljast út úr líkamanum með útöndunarlofti, þvagi og svita. Með öðrum orðum; Þú andar, pissar og svitnar fitunni burt!

Ketónar sem myndast við niðurbrot fitu eru þrenns konar. Acetone, acoteacetic sýra og beta-hydroxybutyrate. Acetone skilst út með útöndunarlofti og gefur væga en einkennandi ,,ávaxta" lykt. Hinir tveir ferðast um blóðrásina og næra frumur líkamans.

En heilinn þarf kolvetni/glúkósa til að starfa eðlilega?

Nær allar frumur líkamans geta notað ketóna sem orkugjafa en þó eru sumar frumur í heilanum sem og rauð blóðkorn sem nýta nær eingöngu blóðsykur. Misskilnings gætir varðandi næringarþörf líkamans vegna þessara frumna sem nýta ekki ketóna og sagt hefur verið (ranglega) að við þurfum að neyta um 120-140g af kolvetnum á dag til að viðhalda starfsemi heilans. Sem betur fer er þetta rangt, því annars værum við útdauð sem tegund þar sem langt gat liðið á milli máltíða hér áður fyrr. Lifrin myndar þann blóðsykur sem þessar frumur þurfa þegar líkaminn er að nota ketóna sem orkugjafa.

Þvert á móti virðast margir fá betri einbeitingu og upplifa skýrari hugsun á ketó mataræði. Eins má nefna að rannsóknir á áhrifum ketó mataræðis fyrir fólk með minnistruflun eins og byrjandi Alzheimer's sjúkdóm eru mjög athyglisverðar og lofandi. 

Ef við förum aftur í myndlíkinguna og ímyndum okkur ,,hybrid” bíl sem getur bæði notað rafmagn og bensín sem orkugjafa. Í þessari myndlíkingu er rafmagni líkt við ketóna og bensíni líkt við glúkósa.

Við getum nýtt rafmagn (ketóna) sem nokkurs konar grænan orkugjafa, vegna þess að vélin (frumurnar) myndar minna af mengandi úrgangsefnum við notkun þess. Ef við þurfum auka kraft til að komast upp erfiða brekku eða mikil átök, getur vélin nýtt bensín (glúkósa) til að fá þann kraft. 

Myndlíkingin er ekki alveg fullkomin, þar sem batteríið í bílnum er takmarkandi þáttur, en ketónar frá fituforðanum eru nær óþrjótandi. Líkt og að bíllinn væri með eilífðarbatteríi. Fjölmargt íþróttafólk sem keppir í langhlaupum og þríþrautum er einmitt farið að nýta sér þessa leið til að verða ekki ,,bensínlaus” á miðri leið. 

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon