Betri heilsa - með mat

Hvað eru lífsstílssjúkdómar?

Lífsstíll er vítt hugtak  og nær til flestra þátta í daglegu lífi okkar. Lífsstílssjúkdómar eru samansafn sjúkdóma frá mismunandi líffærakerfum sem eiga það sameiginlegt að eiga rætur að rekja að mestu eða öllu leiti í lífsstíl okkar vestrænu þjóða.

 

Sem dæmi má nefna sykursýki tegund 2, háþrýsting, ofþyngd, hjarta/æðasjúdkóma, kólesterólójafnvægi, blöðrur á eggjastokkum og efnaskiptavillu. Í dag nálgast flestir hvern sjúkdóm fyrir sig og reyna að lækna eða meðhöndla eftir getu: eitt lyf fyrir háan blóðsykur, annað fyrir háan blóðþrýsting osfrv. 

En er það eina, rétta leiðin? Hvað ef þessir sjúkdómar eru einungis birtingarmyndir eða einkenni undirliggjandi vanda? 

Finnum rót vandans

Við hjálpum þér gjarnan að komast að undirliggjandi orsök og hefja kröftuga lífsstílsmiðaða meðferð. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en ávinningurinn er gríðarlegur. Góð andleg og líkamleg líðan er markmiðið sem við stefnum á. Oftar en ekki minnkar lyfjanotkun samhliða slíkum breytingum, nokkuð sem flestir eru þakklátir fyrir.

 

Við viljum fyrirbyggja langvinna sjúkdóma, lækna eða senda þá í dvala. Hvernig? 

© 2018 by MeðMat

  • Black Facebook Icon